Þormóður Árni Jónsson og Sveinbjörn Jun Iura héldu til Eistlands í gær. Þar munu þeir vera út vikuna í æfingabúðum nánar tiltekið í Tartú sem er borg um 200 km frá Tallin. Æft verður tvisvar á dag út þessa viku og er þetta lokahnykkurinn á undirbúningi Þormóðs fyrir Ólympíuleikana en hann heldur til London 26. júlí og mun keppa þar 3. ágúst. Ekki er en vitað hverjum hann mun mæta en það mun koma í ljós 26. júlí en þá verður dregið í alla flokka.