Þann 19. október þ.e næsta föstudag og laugardaginn 20. október verður haldið uppá 47 ára afmæli JR en félagið var stofnað 16. október 1965.
Þetta er innanfélagsmót í aldursflokknum 15 ára og eldri en opið fyrir alla klúbba í yngri aldursflokkum.

Dagskrá:
Föstudagurinn  19. okt.
Kl. 19:00 hefst keppni 15 ára og eldri sem lýkur um kl. 21:00. Vigtun frá 18:30-19:00, leyft verður 2. kg frávik frá skráðum þyngdarfl.
Keppt verður í -57 og +57 kg flokki kvenna og -60,-66,-73,-81,-90,+90 kg þyngdarflokkum karla.

Laugardagur 20. okt.
Kl. 10:00 hefst keppni barna 10 ára og yngri sem lýkur um kl. 12:00. Vigtun á mótsstað frá 9:00-9:30 hjá 10 ára og yngri

Kl. 12:00 hefst keppni 11-14 ára sem lýkur um kl. 14:00. Vigtun 11-14 ára sjá klúbbarnir sjálfir um og þar er einnig leyft 2. kg frávik.