JSI_Kristjan_JonssonKristján Jónsson varð í öðru sæti á Opna Finnska í morgun í -81 kg flokki. Í fyrstu viðureign mætti hann Laamanen Aatu. Kristján leiddi þá glímu og var yfir  þegar örfáar sekúndur voru eftir en þá náði Aatu að jafna og tryggja sér framlengingu og vann á wazaari (7 stig) . Kristján vann síðan örugglega næstu viðureign á ippon (10 stig) eftir rúma mínútu gegn Sulander Petteri en Petteri hafði áður unnið Aatu á yuko (5 stig) svo allir voru með einn vinning í riðlinum en Kristján var með flest tæknistigin svo hann vann riðilinn og komst í undanúrslitin. Þar mætti hann Vitaliy Inyushkin og vann hann á yuko (5 stig) að loknum fullum glímutíma og var þá kominn í úrslit. Í úrslitinum mætti hann Laamanen Eetu og var það hörkuviðureign sem að Eetu sigraði að lokum á ippon þegar Kristján sótti í bragð (harai goshi) og Eetu komst í mótbragð og skellti Kristjáni á bakið. Silfur á Opna Finnska, til hamingju Kristján. Viktori Bjarnasyni -73kg flokki gekk hins vegar ekki vel að þessu sinni en hann tapaði fyrir Joonatan Gröndahl sem að tapaði síðan næstu viðureign og þar með var engin uppreisnarglíma hjá Viktori og keppni lokið hjá honum. Þetta er “hart” keppniskerfi en svona er þetta í júdóinu en það hefði verið áhugavert að sjá meira til Viktors ef hann hefði fengið fleiri viðureignir því hann æfir feikivel og er í fínu formi en þarf meiri keppnisreynslu erlendis því það er þessi “fyrsta” viðureign sem er alltaf svo erfið að komast yfir.
Hér eru úrslitin.