Á morgun halda þeir félagar Ásgeir Bragi Þórðarson (7 ára) og Patrik Snæland Rúnarsson (8 ára) úr JR á sitt fyrsta alþjóðlega mót þrátt fyrir ungan aldur. Þeir munu ásamt þeim Úlfi Böðvarssyni og Grími Ívarssyni frá Júdódeild Selfoss keppa á Hilleröd Intl. Judo Cup næsta laugardag en það er mót fyrir börn og unglinga sem haldið hefur verið í rúm þrátíu ár. Þátttakendur eru um og yfir 500 frá öllum Norðurlöndunum og víðs vegar frá Evrópu og keppt er á sex til átta völlum. Við höfum tekið þátt í þessu móti undanfarin ár og unnið fjölda verðlauna. Hér tenglar frá þátttöku okkar  2010 og 2011. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og gangi þeim sem allra best.