Kyu II 2012Kyu II 1_2012Seinna kyu mótið á árinu (Kyu II) fór fram á Selfossi sl. helgi og voru 58 keppendur frá öllum júdóklúbbunum og er það fagnaðarefni að sjá hversu margir þeirra eru virkir þessa dagana. Mótið fór vel fram undir stjórn Þórdísar Böðvarsdóttur  (UMFS) sem var bæði mótsstjóri og stiga og tímavörður. Það er með ólíkindum hvé röggsöm og ábyrg þessi unga stúlka er aðeins sextán ára gömul. Margar skemmtilegar glímur litu dagsins ljós og fjölmörg flott köst sáust og tveir stórefnilegir ungir drengir þeir Adrian Sölvi -100 kg og Egill Blöndal -81 kg unnu tvöfalt þ.e. í aldursflokki 15-16 ára og í karlaflokki svo eitthvað sé nefnt. Fleira væri hægt að tína til en þetta látið duga að sinni. Hér eru úrslitin.