5X2B272125X2B277025X2B28212Í morgun fóru þeir Kristján Jónsson -81 kg og Viktor Bjarnason -73 kg ásamt Axel Inga Jónssyni landsliðsþjálfara til Danmörku og munu þeir keppa á Matsumae Cup um helgina og að loknu móti taka þeir þátt í þriggja daga æfingabúðum. Sveinbjörn Iura -81 kg átti einnig að taka þátt í þessum viðburði en forfallaðist á síðustu stundu því miður. Keppendur eru tæplega 120 og meðal þeirra eru gríðarsterkt Japönsk lið frá Tokai University og International Budo University. Í þyngdarflokkum Kristjáns og Viktors eru rúmlega 20 keppendur og óskum við þeim félögum góðs gengis. Hér er keppandalistinn