Mótið fært í annað húsnæði.
Vegna mun meiri þátttöku í Vormótinu en reiknað var með miðað við undanfarin ár, sem er ánægjulegt vandamál, (keppendur yfir 120) hefur verið ákveðið að færa keppnina yfir í Laugardalinn til Júdódeildar Ármanns þar sem hægt verður að keppa á tveimur völlum samtímis.

Það er því breyting á dagskrá, vigtunarstað og tíma.

Vigtun fyrir alla flokka hjá JR Ármúla 17 og hjá Ármanni í Laugardalnum

Vigtun hjá JR.
Föstudagskvöldið 22. mars frá kl 18:00 -19:00

Vigtun hjá Júdódeild Ármanns.
Laugardagsmorgun 23. mars frá kl. 8:30-9:00

Athugið að vigtun lýkur á slaginu á auglýstum tíma svo mæta tímanlega til að missa ekki af þátttöku .

Hér er svo dagskráin.

10:00 – 11:00      Keppni 11-12 ára og 13-14 ára

11:00 – 12:00      Keppni U18 og U21 árs

Hlé til kl 13:00

13:00 – 15:00      Keppni í karla og kvenna flokkum

Mótslok um kl 15:00