Seinni hluti Íslandsmeistaramótsins fór fram í dag og var keppt í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs og einnig í sveitakeppni. Keppendur voru rúmlega eitthundrað úr níu félögum og var keppnin spennandi og jöfn og nokkuð um óvænt úrslit. Það var þó ekki sökum heppni heldur frekar vegna mikillar fjölgunnar júdóiðkenda og þar af leiðandi meiri samkeppni og meiri gæði. JSÍ óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar jafnframt starfsmönnum mótsins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd þess.
Hér eru úrslitin í einstaklingskeppninni en í sveitakeppninni fóru leikar eins og hér segir.
U13 (11-12 ára)  1. Draupnir  2. JR   3. Selfoss
U15 (13-14 ára)  1. Draupnir  2. JR
U18 (15-18 ára)  1. JR            2. Draupnir
U21 (15-20 ára)  1. Draupnir  2. JR