Select your Top Menu from wp menus

Úrslit Íslandsmótsins

Thormodur (blar) Jon Thor Opinn fl IM 2013Hér eru úrslit Íslandsmeistaramóts fullorðinna 2013. Helstu tíðindi mótsins eru að Þormóður Jónsson vann tvöfalt, bæði +100 kg flokk karla og opinn flokk karla.  Þormóður kom vel einbeittur til leiks og vann allar sínar glímur örugglega.  Það var helst Jón Þór Þórarinsson sem tókst að standa í Þormóði í úrslitaglímu opna flokksins.  Anna Soffía Víkingsdóttir kom til baka eftir meiðsl og sýndi það og sannaði að hún er drotting íslensks Júdós í dag.  Anna Soffía vann -78 kg flokk kvenna sem og opinn flokk.   Anna Soffía gerði eins og Þormóður og vann allar sínar viðureignir örugglega á Ippon. Sveinbjörn Iura, sem hefur s.l. 4 ár drottnað yfir -81 kg flokki karla varð nú að játa sig sigraðan.   Kristján Jónsson, sem undanfarin 2 ár hefur keppt til úrslita við Sveinbjörn, útfærði  sýna úrslitaglímu við Sveinbjörn einstaklega vel og kastaði Sveinbirni á Ippon kasti um miðja glímu.  Annað markvert var að Þorvaldur Blöndal -90kg flokki og Ásta Lovísa Arnórsdóttir -57kg  vörðu íslandsmeistaratitla sína þriðja árið í röð og Eiríkur Ingi Kristinsson varði sinn Íslandsmeistaratitil í -73 kg. flokki karla og var þar með elsti Íslandsmeistari sögunnar í Júdó,  en Eiríkur er á 43 aldursári.