Eiríkur Ingi féll út í fyrstu viðureign eftir snarpan bardaga. Eiki sótti inn en var kastað à mótbragði og lenti illa à öxlinni og varð að gefa viðureignina og hætta keppni. Þorvaldur vann fyrstu viðureign örugglega með fasta taki. Næstu viðureign gegn Lux, leiddi Valdi og var yfir með shido og ekkert sem benti til þess að hann myndi gefa sigurinn eftir en því miður þegar aðeins 13 sek voru eftir nàði Lux mótbragði og skoraði wazaari. þorvaldur mun keppa um bronsið í kvöld. Egill Blöndal er búinn að glíma tvisvar og standa sig vel gegn fullorðnum keppendum sem eru þar að auki töluvert þyngri en Egill er aðeins 16 ára og keppir flokk uppfyrir sig. Hann tapaði bàðum en alls ekki illa og sérstaklega var fyrsta viðureign hans vel glímd. Egill á eftir tvær viðureignir og glímir eftir klukkutíma og um svipað leyti og Sveinbjörn sem hefur þá keppni.