image11-300x225Sveinbjörn vann andstæðing sinn frá Lux nokkuð örugglega með fastataki eftir spennandi og skemtilega viðureign og er kominn í úrslit og mætir silfurverðlaunahafanum frá síðasta heimsmeistaramóti en hann er frá Montenegro. Það er engin minnimáttarkennd sjáanleg hja Sveinbirni og hlakkar hann til að kljást við hann. Úrslitin hefjast kl. 18:30 í kvöld. Egill hefur lokið keppni en náði hann ekki að vinna viðureign að þessu sinni en allar glímur hans voru vel glímdar og á hann örugglega eftir að standa á verðlaunapalli á næstu smáþjóðaleikum að tveimur árum liðnum.