Á morgun verður keppt í sveitakeppni karla og kvenna á Smáþjóðaleikunum. Keppt er í þriggja manna sveitum í eftirfarandi þyngdarflokkum, -66 kg, -81 kg og – 100kg. Sveit Íslands skipa þeir Þorvaldur Blöndal og Egill Blöndal í -100 kg flokknum og þeir Sveinbjörn Iura og Eiríkur Ingi -81 kg flokkinn. Þar sem við erum ekki með keppanda í -66 kg flokknum verður allt að ganga upp hjá okkur og engin viðureign má tapast ef takast á að komast í verðlaunasæti. Sjö sveitir eru skráðar til leiks og keppt með útsláttarfyrirkomulagi og mætum við fyrst Monakó. Hér er drátturinn í sveitakeppninni og hér eru öll úrslitin í einstaklingskeppninni.