Judo-2-300x200Norðurlandamótið í júdó fór fram í Vejle í Danmörku um helgina. Árangur keppenda okkar var þokkalegur og unnu þeir ein gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Egilll Blöndal -90 kg fékk gull í U18 aldursflokki og í karlaflokkum fékk Sveinbjörn Iura silfur í -81 kg flokki og Þorvaldur Blöndal brons í -90 kg flokki. Í kvennaflokki fékk Margrét Bjarnadóttir silfur. í -63kg. Auk framangreindra kepptu um brons en höfnuðu í 5. sæti þeir Eiríkur Ingi Kristinsson -73 kg í karlaflokki og Logi Haraldsson -81 kg í U18 og Kjartan Magnússon hafnaði í 7. sæti í -73 kg í U21. Þormóður Jónsson sem keppti í +100 kg flokki meiddist í fyrstu viðureign þegar hann reif vöðva í upphandlegg og varð að hætta keppni en búist hafði verið við að hann tæki gullverðlaunin í flokknum. Hér eru öll úrslitin.