KrossHákon Örn Halldórsson fyrrum formaður Júdósambands Íslands lést að morgni 11. júlí, sextíu og átta ára að aldri eftir stutta og snarpa viðureign við illvígan sjúkdóm. Hákon var á sínum tíma einn af máttarstólpum Júdófélags Reykjavíkur bæði sem keppandi sem og í félagsstörfum. Hann tók við formennsku JSÍ 1983 og gegndi því starfi í ellefu ár af stakri prýði. Dafnaði hið unga samband undir hans stjórn ákaflega vel sem sýndi sig best í gróskumiklu starfi og þátttöku og árangri íslenskra júdómanna bæði hér heima og erlendis í hans formanns tíð.
Útför Hákonar Arnar Halldórssonar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 13:00.
Félagar í Júdósambandi Íslands harma fráfall góðs félaga og leiðtoga og vottar fjölskyldu Hákons sína dýpstu samúð.

  • Published On: 21. nóvember 2022
  • Published On: 17. nóvember 2022
  • Published On: 7. nóvember 2022

Lesa einnig

  • Lesa frétt
  • Lesa frétt
  • Lesa frétt