Það var flottur árangur hjá okkar mönnum á um helgina á Hilleröd Intl. og unnu Íslendingar til þrettán verðlauna þar af fimm gull, þrjú silfur og fimm brons. Í tveimur elstu aldursflokkunum landaði Egill Blöndal -90kg tveimur silfurpeningum en hann mátti keppa í tveimur aldursflokkum þ.e. U18 og U21 árs og bronsið tóku þau Breki Bernharðsson -73kg, Gísli Vilborgarson -81kg og Ingunn Sigurðardóttir -57kg en þau urðu í þriðja sæti í U21 árs.
Í aldursflokkum U15 ára unnu gullverðlaun þeir Ásþór Loki Rúnarsson -73kg og Halldór Logi Sigurðsson -60kg og Bjarni Darri Sigfússon fekk bronsið í -66kg flokki.
Í aldursflokki U12 ára unnnu til gullverðlauna þeir Ásgeir Þórðarson -41kg, Patrik Snæland -30kg og Þórarinn Rúnarsson -34kg. Tómas Kolbeinsson -55kg fékk silfur og Gunnar Guðmundsson -39kg fékk brons.