Sveitakeppnin 2013 fer fram laugardaginn 16. nóv. næstkomandi og er þetta síðasta stórmótið á árinu og jafnfram hvað mest spennandi að fylgjast með. Fyrst var keppt í sveitakeppni karla árið 1974 og verður þetta því í 38 skiptið sem keppnin fer fram en hún hefur féll tvisvar niður, annað skiptið vegna veðurs og hitt skiptið vegna skipulagsbreytinga hjá JSÍ. Árið 1999 var fyrst keppt í kvennasveitum og er þetta í 11 skiptið sem keppni þeirra fer fram en hún hefur fallið niður fjórum sinnum. Staðan er þannig í dag að Ármenningar hafa unnið nítján sinnum, JR ingar tólf sinnum, KA menn fimm sinnum og UMFK einu sinni. Í kvennakeppninni hafa JR ingar unnið níu sinnum og KA menn einu sinni.