Sveinbjörn féll úr keppni rétt í þessu á Grand Prix í Jeju í Kóreu eftir tap gegn nýkrýndum heimsmeistara í U21 Alexios Ntanatsidis frá Grikklandi. Sveinbjörn var kominn yfir á tímabili þar sem Grikkinn hafði fengið á sig shido fyrir að forða sér út fyrir keppnissvæðið eftir góða sókn frá Sveinbirni en það stóð ekki lengi því stuttu seinna komst hann í tsurikomi goshi og sigraði á fallegu ippon kasti. Hér eru öll úrslitin.