Sveitakeppni 2013 Eva BjorkHér koma síðbúin úrslit í sveitakeppni karla 2013 sem haldin var 16. nóv. síðastliðinn. Keppt var í Laugardalshöllinni og hófst keppnin kl. 15:00 og mótslok voru kl. 18:00 Fimm sveitir mættu til leiks og voru þær frá Draupni, JR, Selfossi og Ármanni sem var með A og B sveit og var keppt með riðlafyrirkomulagi, allir við alla. Því miður fengum við ekki aðgang að höllinni fyrr en klukkustund áður en keppni átti að hefjast og urðu menn því að hafa hraðar hendur við að standsetja salinn og það tókst í tíma þar sem allir klúbbarnir mættu með mannskap og keppendur sem og slatti af áhorfenda aðstoðuðu við verkið. Keppt var á einum velli og því auðvelt að fylgjast með öllum viðureignunum, dómgæsla var góð og voru menn almennt ánægðir með umgjörð mótsins. Keppnin sjálf var afarskemmtileg eins og sveitakeppni er jafnan og mikil stemming í liðunum. Að lokum var það sveit Júdófélags Reykjavíkur sem stóð uppi sem sigurvegari. Hér er riðilinn og hér eru úrslit einstakra sveita .