Michal og Lukas KrpalekEinn sterkasti júdómaður heims Lukas Krpalek núverandi Evrópumeistri, hefur staðfest þátttöku á Reykjavík Judo Open sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. janúar nk. Einnig hefur Michal Horak staðfest þátttöku en hann er í 27 sæti heimslistans. Hér neðar er að finna upplýsingar um þessa menn. Von er á fjórum heimsklassa júdómönnum til viðbótar og koma þeir frá Rússlandi og líkast til Þýskalandi en nöfnin hafa ekki verið staðfest ennþá. Auk þeirra verða Norðurlandaþjóðirnar með þátttakendur svo nú er bara að girða sig í brók og vera klár í slaginn eftir hálfan mánuð. Myndin hér til hliðar er af bræðrunum Michal og Lukas Krpalek en Michal sem er til vinstri, keppti einmitt á Reykjavík Judo Open 2013.

Lukas Krpalek
http://www.judoinside.com/judoka/view/41555/judo-results/
Evrópumeistari 2013,
Vann tvö sterkustu Grand Slam 2013, (París og Tokyo)
Þriðji á HM í Rio 2013
Efstur á heimslistanum 2013

Michal Horak
http://www.judoinside.com/judoka/view/47580/judo-results/
Gull á Grand Prix í  Mongólíu 2013
Silfur á Grand Prix í Króatíu 2013
Er í 27 sæti heimslistans 2013