Á sunnudagsmorgun frá kl. 10:30 til 12:00 verður æfing með öllum erlendu keppendunum af Reykjavík Judo Open. Þetta er einstakt tækifæri til að læra af þeim bestu því þarna verða meðal annara verðlaunahafar frá Ólympíuleikum, gullverðlaunahafar af Grand Slam og Grand Prix mótaröðinni og fleiri frábærir júdómenn. Æfingin verður í Júdódeild Ármanns í Laugardal.