Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum sem halda átti á morgun hefur verið frestað um viku og verður haldið laugardaginn 29. mars. Tímasetningar verða þær sömu og sami keppendalisti. Ástæða frestunnar er ófærð á norðurlandi og komast keppendur frá Draupni sem eru með fjölmennan hóp keppenda hvorki lönd né strönd.

Hér er dagskrá Vormóts JSÍ sem haldið verður 29. mars.
Vigtað verður á keppnisdegi í JR.
Vigtun U13 (11-12 ára) og U15 (13-14 ára) verður kl. 09 til 9:30.

Keppendur í aldursflokkum U18 (15-17 ára) og U21 (15-20 ára) geta líka vigtað sig á þessum tíma.
Keppni U13 og U15 hefst kl 10:00 og lýkur um kl. 12:00 (Keppni U15 gæti lokið fyrr)

Vigtun U18 og U21 verður framhaldið kl. 10:30 til 11:00 og keppni hefst svo kl. 12:00 og lýkur um kl. 15:00.

Frávik frá þyngd þar sem vigtað er á keppnisdegi.
Í öllum aldursflokkum (U13/U15/U18/U21) má keppandi vera max 1 kg þyngri í vigtun  en skráður þyngdarflokkur segir til um.

Ef keppandi mætir ekki í vigtun á ofangreindum tíma verður hann afskráður úr keppninni.