Jonsson_Thormodur_ArniÞormóður Jónsson keppir nú á Evrópu bikarmóti í London í +100 kg flokki. Hann hóf keppni í morgun  og byrjaði á því að sigra Gavin frá Bretlandi og þar á eftir Lukaz frá Tékklandi og vann hann þá báða á örugglega ippon. Næst mætti hann Marmo Luca frá Ítalíu og var það hörku viðureign þar sem Þormóður hafði betur að lokum og var þá kominn í úrslit og mætir síðar í dag Ítalanum Mascetti Alessio.