Modi Sindelfingen2 2014
Modi Sindelfingen 2014Þá er keppni lokið í 
Sindelfingen og komust þeir félagar Þormóður og Jón Þór ekki á pall að þessu sinni. Jón Þórmætti TORENOV, Yertugan frá (KAZ) og tapaði hann um miðja viðureign og sagði Jón að þetta hefði verið sterkasti andstæðingur sem hann hefði átt við fram að þessu en KAZ hafnaði í 9. sæti. Þormóður tapaði fyrstu viðureign gegn  MARET, Cyrille (FRA) sem síðar vann flokkinn örugglega en hann er í 3. sæti heimslistans í -100kg flokki. Þormóður mætti SHYNKEYEV, Yerzhan (KAZ) í uppreisnarviðureign og var betri aðilinn til að byrja stjórnaði glímunni með góðum handtökum og var kominn yfir með shido. En þegar leið á viðureignina náði KAZ yfir bakið á Þormóði og fór inn í uchimata kastaði Þormóði sem lenti fyrst á hliðinni og rúllaði á bakið en Þormóður vann sig eldsnöggt í fastatak (sjá mynd ) en dómarinn dæmdi ippon fyrir kastið svo Þormóður sleppti fastatakinu og þeir fór í upphafsstöðu þar sem dómari bendir á sigurvegara en þá fékk hann skipun í eyrað frá eftirlitsdómurunum að þetta hefði ekki verið ippon heldur wazaari og Þormóður missti því hugsanlega af sigri ef hann hefði fengið að halda fastatakinu áfram:( . Ekki löngu seinna komst KAZ aftur í uchimata og fékk þá ippon fyrir kastið. KAZ hreppti bronsverðlaunin.