EC SindelfingenÞeir félagar Þormóður Jónsson +100kg og Jón Þór Þórarinsson -81 kg eru á leið til Þýskalands þar sem þeir munu keppa á European Cup í Sindelfingen á sunnudaginn. Þetta mót er næststærsta mótið sem haldið er í Þýskalandi ár hvert. Á meðal keppenda í +100 kg flokknum verður sex faldur heimsmeistari og Ólympimeistari Teddy Riner. Að loknu móti taka við nokkurra daga æfingabúðir áður en komið er til baka.