249087_10200555967195935_922892089_n

Egill Blöndal

Egill Blöndal frá Selfossi lenti í þriðja sæti í -90 kg. flokki á Opna sænska meistaramótinu í Stokkhólmi um helgina. Mótið er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á en um 350 keppendur kepptu að þessu sinni frá 8 löndum. Egill, sem er 18 ára sigraði þrjár af fjórum viðureignum sínum á mótinu, allar á ippon.

Tveir aðrir keppendur náðu 7. sæti á mótinu en það voru þeir Elvar Davíðsson í -66 kg. flokki og Logi Haraldsson í -81 kg. flokki.

Nánar um úrslit mótsins er að finna á slóðinni http://www.stockholmsjudo.se/jswop/results14