Select your Top Menu from wp menus

Mikið um að vera hjá júdólandsliðinu um helgina

Þormóður Jónsson og Axel Ingi JónssonÞað verður af nógu að taka fyrir júdóunnendur um helgina. Þormóður Jónsson keppir á European Open í Tallinn á sunnudag. Mótið er gríðarlega sterkt og gefur punkta fyrir Ólympíuleikana 2016. Um 260 keppendur taka þátt frá 26 löndum. Þormóður meiddist á kálfa sl. miðvikudag og var mikil óvissa um þátttöku hans á mótinu. Sem betur fer voru meiðslin minni en talið var í fyrstu. Hægt verður að fylgjast með árangri Þormóðs á slóðinni. http://www.ippon.org/cont_open_est2014.php

Um helgina mun svo unglingalandsliðið einnig keppa en að þessu sinni keppir það á Opna sænska unglingameistaramótinu sem haldið er í Stokkhólmi. Íslendingar eiga 10 keppendur á mótinu sem er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á. Um 350 keppendur keppa á mótinu frá 8 löndum. Hægt verður að fylgjast með árangri keppenda á slóðinni http://www.stockholmsjudo.se/jswop/results14/