Þormóður Jónsson og Axel Ingi JónssonÞað verður af nógu að taka fyrir júdóunnendur um helgina. Þormóður Jónsson keppir á European Open í Tallinn á sunnudag. Mótið er gríðarlega sterkt og gefur punkta fyrir Ólympíuleikana 2016. Um 260 keppendur taka þátt frá 26 löndum. Þormóður meiddist á kálfa sl. miðvikudag og var mikil óvissa um þátttöku hans á mótinu. Sem betur fer voru meiðslin minni en talið var í fyrstu. Hægt verður að fylgjast með árangri Þormóðs á slóðinni. http://www.ippon.org/cont_open_est2014.php

Um helgina mun svo unglingalandsliðið einnig keppa en að þessu sinni keppir það á Opna sænska unglingameistaramótinu sem haldið er í Stokkhólmi. Íslendingar eiga 10 keppendur á mótinu sem er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á. Um 350 keppendur keppa á mótinu frá 8 löndum. Hægt verður að fylgjast með árangri keppenda á slóðinni http://www.stockholmsjudo.se/jswop/results14/