Grindvíkingurinn Gunnar Jóhannesson kom sá og sigraði á Southend International í Bretlandi. Gunnar keppti í flokki 40 ára og eldri í mínus 73 kg. flokki. Hann  sigraði allar sínar glímur nokkuð örugglega.

6 keppendur komu frá Íslandi og af þeim voru 3 á verðlaunapall.  Björn Lúkas frá Grindavík lenti í 2. sæti eftir mikla baráttu við sigurvegarann og Ármenningurinn Kolbeinn Helgi Kristjánsson hafnaði í þriðja sæti í tveimur flokkum í – 90 kg. flokki.

Þrír aðrir Íslendingar kepptu á mótinu en það voru þeir Guðjón Sveinsson, Aron Snær Arnarsson og Reynir Ver Jónsson.