Hér er breytt dagskrá Reykjavíkurmeistaramótsins sem haldið verður næsta laugardag  (1.nóv) hjá Júdódeild Ármanns í Laugardal. Mótið hefst kl 13:00 ekki kl.10.00 eins og áður var auglýst og vigtun í öllum Rvk klúbbunum frá kl. 18-20 á föstudaginn.
Keppni U13/U15 og U18 hefst kl. 13 og lýkur kl 14.
Keppni fullorðinna hefst kl. 14 og mótslok kl. 15:30.