SONY DSC

Þormóður Árni Jónsson

Þormóður Jónsson lenti í öðru sæti á firnasterku móti á European Cup í Helsingborg í Svíþjóð. Þormóður tapaði fyrir þjóðverjanum Sven Heinle en hann er með efstu mönnum á evrópska afrekslistanum í +100 kg. flokki. Árangur Þormóðs verður að telja afar góður þar sem hann hefur verið að glíma við meisli að undanförnu.

Auk Þormóðs kepptu þeir Adrían Ingimundarson, Karl Stefánsson og Egill Blöndal á mótinu. Adrian átti góðan dag og hafnaði í 4. sæti í +100 kg. flokki. Sá árangur er sérlega góður þar sem hann er aðeins 17 ára gamall og léttasti keppandinn í flokknum.  Egill og Karl náðu sér ekki á strik að þessu sinni.

Að loknu mótinu taka þeir félagar síðan þátt í tveggja daga æfingabúðum með landsliði Svía ásamt öðrum keppendum.