IMG_0756Þeir Arnar Þór Björnsson (-66kg) frá Júdódeild Draupnis, Ásþór Loki Rúnarsson (-81kg) og Árni Pétur Lund (-73kg) frá JR og Elfar Davíðsson (-66kg) frá Júdódeild Ármanns voru valdir í U18 ára landslið JSÍ sem keppa mun á Hilleröd Intl. í Danmörku næsta laugardag. Auk ofangreindra fara á vegum Draupnis þeir Alexander Heiðarsson (-40kg) og Birgir Arngrímsson (-66kg) og keppa þeir í aldurflokki U15 ára. Hilleröd Intl. sem er barna, unglinga og fullorðinsmót er nú haldið í þrítugusta og fjórða skipti og þangað fjölmenna keppendur frá öllum norðurlöndunum auk keppenda víða annarsstaðar frá Evrópu. Allnokkrum sinnum höfum við tekið þátt í þessu móti og oft komið heim með góðmálma og gerum okkur því vonir um að strákarnir munu halda þeirri hefð við. Að loknu móti verða haldnar þriggja daga æfingabúðir sem þeir munu sækja. Það verða fleiri Íslenskir þátttakendur en ofangreindir því nokkrir júdóklúbbar munu einnig senda keppendur á mótið á sínum vegum. Farastjóri og þjálfari í ferðinni er Jón Óðinn Waage.