20141213_120848

Jóhann Másson formaður JSÍ og Eysteinn Þorvaldsson heiðursformaður JSÍ. Magnús Ólafsson komst því miður ekki.

Á uppskeruhátíð Júdósambandsins voru heiðraðir tveir af þeim þremur heiðursformönnum JSÍ, þeir Eystein Þorvaldsson og Magnús Ólafsson.

Eysteinn og Magnús eru tveir af upphafsmönnum júdó á Íslandi og stofnendur JSÍ.  Eysteinn var fyrsti formaður JSÍ og var formaður í 10 ár.  Magnús var í stjórn JSÍ um árabil auk þess að vera formaður í 11 ár.  Samtals voru þeir báðir formenn JSÍ í meira en helming af sögu JSÍ til dagsins í dag.

Til staðfestingar heiðursformennsku þeirra þótti við hæfi að afhenda þeim stuðlaberg með merki JSÍ,  til merkis um að þeir félagar eru sannir hornsteinar júdóíþróttarinnar og á þeim sterka grunni sem þeir byggðu upp munum við áfram byggja JSÍ.

[divide icon=“circle“ margin_top=“10″ margin_bottom=“10″ width=“medium“ color=“#002d99″]

 

Heiðursformenn valdir á Ársþingum JSÍ

Á ársþingi Júdósambandsins í ár var samþykkt lagabreyting um heiðursformenn JSÍ.  Heiðursformenn JSÍ má júdóþing kjósa ef einfaldur meirihluti af mættum fulltrúum er því samþykkur.  Heiðursformenn JSÍ mega koma fram fyrir hönd Júdósambandsins við tækifæri, sem stjórn eða formaður JSÍ kunna að fela honum. Þeir hafa seturétt á fundum stjórnar, eru með málfrelsi, en án atkvæðisréttar.  Heiðurformenn eru á hverjum tíma til ráðgjafar sitjandi formanni.

Í kjölfar samþykktar laga var stungið uppá 3 aðilum í  embætti heiðursformanna, þeim Eysteini Þorvaldssyni, Magnúsi Ólafssyni og Michal Vachun.  Voru þeir allir samþykktir með lófataki.