rig2015_port_LOGOÁ morgun hefst keppnin á Reykjavík Judo Open. Vigtun keppenda verður í dag í JR frá kl. 18:00 til 18:30 og muna að mæta tímanlega.  Hér er dagskrá mótsins og keppendalisti.

Okkur vantar sjálfboðaliða frá kl. 19-21 í kvöld við að standsetja keppnissvæðið í Laugardalshöllinni. Þeir sem geta gefið sér tíma í það mæti þá í gömlu höllina og gengið inn að aftanverðu.

það verður sameiginleg æfing með erlendu gestum okkar á sunnudaginn. Æfingin verður í Júdódeild Ármanns í Laugardal frá kl. 11:00 til 12:30 (kanski 13) og mun Yoshihiko Iura stjórna henni. Allir 15 ára og eldri velkomnir.