nordicNú styttist í Norðurlandamótið 2015 en það verður háð hér á landi 9. og 10. maí. Ef næg þátttaka fæst þá verður keppt í öllum aldursflokkum þ.e. U18, U21, karla og kvennaflokkum og veterans þ.e. 30 ára og eldri. Búist er við mikilli þátttöku frá hinum norðurlöndunum og ef menn ætla sér að komast á verðlaunapall verða menn að vera vel undirbúnir svo ekki má slá slöku við.