12151404575_f18e4cc8aa_oÞormóður Jónsson undirbýr sig núna af fullum krafti til að ná lágmörkunum á Ólympíuleikana í Ríó. Hann var í OTC æfingabúðum í Mittersill í Austurríki í byrjun janúar og næsta verkefni er um helgina í Róm en þangað fer hann ásamt Axeli Jónssyni þjálfara og keppir sunnudaginn 15.feb. á European Judo Open. Þetta er eitt af opnu mótunum sem gefa stig á heimslista sem ræður að lokum hverjir komast til Ríó. Hægt verður að fylgjast með gangi keppninnar hér og líkast til verður einnig bein útsending sem hægt verður þá að fylgjast með hér.