Árni fyrir miðju á AM 2015 Ási fyrir miðju á AM 2015 Á morgun fara þeir Ásþór Rúnarsson og Árni Pétur Lund til Noregs. Þar munu þeira taka þátt í alþjóðlegum æfingabúðum í Ósló undir stjórn Anders Dahlin landsliðsþjálfara Norðmanna. Á laugardaginn verður haldin liðakeppni þar sem mönnum verður raðað í fimm manna lið óháð því hvaðan þeir koma og munu þeir félagar vonandi verða í sama liðinu en þeir keppa í sitthvorum þyngdarflokknum Árni í -73 kg og Ásí í -81 kg og fáum við vonandi fréttir af keppninni á laugardagskvöldið. Til stóð að Elfar Davíðsson, Grímur Ívarsson og Adrían Ingimundarson myndu einnig fara en þeir komust ekki vegna prófa. Fararstjóri og þjálfari með strákunum er Rúnar Þór Þórarinsson.