Lignano 2015Þeir Breki Bernharðsson, Logi Haraldsson, Egill Blöndal og Karl Stefánsson keppa um helgina á Junior European Judo Cup í Lignano og þeim til aðstoðar er Þór Davíðsson. Búið er að draga og mætir Breki Ungverja, Logi og Kalli fá Ítala og Egill mætir Rúmena. Hér er hægt að fylgjast með gangi keppninnar. Að lokinni keppni taka við þriggja daga æfingabúðir í Lignano en síðan halda þeir aftur til Tékklands og verða þar til 9. apríl en þá koma þeir heim og klárir í Íslandsmótið sem haldið verður í Laugardalshöllinni 25. apríl.