Lignano 2015Því miður tókst okkar mönnum ekki vel upp um helgina en þeir töpuðu allir sínum viðureignum í fyrstu umferð og fengu ekki uppreisnarglímur nema Karl en hann fékk uppreisn og mætti þjóðverja en varð að lúta í lægra haldi. Eins og áður sagði taka nú við þriggja daga æfingabúir hjá strákunum í Lignano síðan er það Tékkland í viku í viðbót heim 9. apríl. Hér neðar eru úrslitin.
Breki -73, Logi -81, Egill -90 og Karl +100.