SONY DSCÍslandsmeistaramót karla og kvenna var haldið í dag í Laugardalshöllinni og eru úrslitin hér. Þormóður Jónsson (JR) vann öruggan sigur bæði í þungavigtinni (+100kg ) og Opna flokknum  en þar mætti hann Bjarna Skúlasyni (Ármanni) í úrslitum. Búist var við spennandi viðureign en Bjarni sem er einn okkar reyndasti júdómaður í gegnum tíðina mætti nú til til leiks eftir nokkurt hlé. Þormóður sem er í feykna formi gerði hins vegar út um glímuna eftir um mínútu með glæsilegu ippon kasti. Bjarni Skúlason vann hinsvegar öruggan sigur í -100kg flokknum. Tveir ungir og upprennadi júdómenn aðeins 16 og 17 ára gamlir þeir Grímur Ívarsson (silfur) og Úlfur Böðvarsson (brons) báðir frá Selfossi vöktu verðskuldaða athyggli en þeir voru að keppa í fyrsta sinn í -100 kg flokknum gerðu sitt besta til að gera Bjarna lífið leitt og stóðu afar vel við það en Bjarni sá við þeim. Þór Davíðsson (Selfoss) vann  gullverðlaunin í -90 kg flokknum en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu viðureign þeirra Birgis Ómarssonar (Ármanni) og Ægis Valssonar (JR). Ægi dugði sigur með minnsta mun og þá var gullið hans þar sem hann hafði áður sigrað Þór í riðlinum en ef hinsvegar Birgir myndi vinna þá fengi Birgir í besta falli silfur og Þór gullið þar sem Þór hafði áður unnið Birgir og þannig fór sú glíma að Birgir vann og þar með silfrið og Ægir varð að láta sér nægja bronsverðlaunin. Sveinbjörn Iura (Ármanni) vann öruggan sigur í -81 kg flokknum en hann mætti Agli Blöndal (Selfossi)  í úrslitum. Þó svo að Sveinbjörn hafi sigrað flokkinn örugglega í dag þá má hann búast við mikilli samkeppni á næstu árum því það voru allt juniorar sem tóku silfur og bronsverðlaunin og slógu þeir út sér eldri og reyndari keppnismenn sem búist var að myndu keppa til úrslita. Óvænt úrslit urðu í -73kg flokknum er Breki Bernharðsson (Draupni ) sigraði. Hann var svo sannarlega vel að sigrinum kominn en það er ekki annað en sanngjarnt að minnast á það að Hermann Unnarsson (JR) sem hefur síðustu ár verið langbestur í þessum flokki meiddist á olboga í fyrstu viðureign gegn Gísla Vilborgarsyni sem næstum var búinn að ná armlás á Hermanni og gat því ekki beitt sér sem skyldi þegar í úrslitin var komið. Breki glímdi skynsamlega og átti stórgóðar sóknir og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Arnar Björnsson (Draupni) sigraði -66 kg flokkinn með minnsta mun eftir hörkuviðureign gegn Janusz Kommendera (JR). Í -60kg flokknum urðu afar óvænt úrslit þegar Ægir Már Baldvinsson (Njarðvík) sigraði Dofra Bragason (Draupni) en Dofri var með glímuna í hendi sér og leiddi með 7 stigum og var ekki mikið ógnað en svo gerist það í hita leiksins að hann gleymir sér og grípur í buxur Ægis sem var algjör óþarfi. Þar sem ekki er lengur leyfilegt að grípa í buxur í standandi viðureign fékk Dofri hansokumake sem er sama og að tapa viðureigninni á Ippon og varð þar með að sætta sig við silfrið og Ægir stóð uppi sem sigurvegari. Hjördís Ólafsdóttir (JR) sigraði -70 kg flokkinn eftir hörkuviðureignir gegn Ingunni Sigurðardóttur (JR) en þær glímdu þrisvar og vann Hjördís tvær þeirra og þar með gullverðlaunin. Anna Soffía Víkingsdóttir (Ármanni) vann Opna flokkinn örugglega og var jafnframt að vinna hann í sjötta skiptið. Hjördís Ólafsdóttir (JR) varð önnur og Ingunn Sigurðardóttir (JR) í þriðja sæti.