11164643_10206639227485395_5586598064809243146_nAlexander Heiðarsson vann til bronsverðlauna á Budo Nord mótinu í Svíþjóð sl. fimmtudag. Mótið er með þeim sterkari sem yngri júdóiðkendur á Íslandi sækja en um 900 keppendur tóku þátt að þessu sinni frá fjölmörgum þjóðum. Alexander, sem aðeins er á 15 ári og keppir í -46kg. flokki  hefur verið ákaflega sigursæll að undanförnu en hann vann til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu 9. maí sl. auk þess sem hann varð íslandsmeistari í sínum aldursflokki í byrjun maí en þar keppti hann við keppendur sem voru rúmlega 10 kg. þyngri en hann sjálfur.