Zagreb 2015Sveinbjörn Iura keppir á morgun (laugardaginn 2. maí) á Grand Prix í Króatíu en þangað fór hann ásamt föður sínum og þjálfara Yoshihiko Iura. Búið er að draga og situr Sveinbjörn hjá í fyrstu umferð en mætir síðan annaðhvort Stefan Majdov (SRB) eðaMislav Ljubenkov (CRO). Flestir bestu júdómenn heimsins eru á meðal þátttakenda og eru keppendur í -81 kg flokknum hvorki fleiri né færri en fimmtíu og tveir. Hér er hægt að fylgjast með framvindu flokkanna og hér er hægt að horfa á beina útsendingu.