gp_budapestÞeir Þormóður Jónsson og Sveinbjörn Iura keppa í fyrramálið á Grand Prix í Budapest. Sveinbjörn mætirSergiu Oslobanu frá Moldovíu í fimmtu viðureign á velli tvö og ætti því að keppa um kl. 7:20 í fyrramálið að Íslenskum tíma. Mrvaljevic Srdjan sigurvegarinn í -81 kg flokknum á Smáþjóðaleikunum síðustu helgi á hins vegar fyrstu viðureign á velli eitt. Þungavigtin er ekki komin á dagskrá svo það verður bara að fylgjast með skjánum á morgun til að komast að því hvenær Þormóður keppir en hann mætir Sven Heinle frá Þýskalandi en sá gaur vann Europen Open í Minsk síðustu helgi svo það verður þungur róðurinn hjá Þormóði. Hér eru úrslit og keppendalistinn og hér erbein útsending frá mótinu sem hefst kl 7. að morgni að íslenskum tíma.