Baku JudoÞetta var hörkuviðureign hjá Sveinbirni Iura gegn Alexander Wieczerzak en Sveinbjörn leiddi viðureignina með yuko sem hann skoraði með Osoto-gari en áður hafði hann fengið tvö refsistig en Alexander eitt og virtist Sveinbjörn alveg ráða ferðinni gegn þessum gríðar sterka júdómanni. Þegar aðeins rúm mínúta var eftir af viðureigninni lentu þeir í gólfinu eftir misheppnaða kast tilraun og þar vann Alexander vel og skipulega og komst í fastatak sem ekki var hægt að komast úr. Alexander sem fékk bronsverðlaunin síðar um daginn, vann síðan fjórar viðureignir til viðbótar og tapaði aðeins einni á yuko og þá í undanúrslitum og í gullskori og var það eina skiptið sem honum var kastað fyrir utan kastið hans Sveinbjörns sem segir manni bara hvað Sveinbörn er að verða öflugur og klárlega á réttri leið.