EC Jun Prag 2015Á Asian Judo Open í Taipei í Taiwan tapaði Sveinbjörn því miður í fyrstu umferð á yuko alveg í lok viðureignarinnar og féll þar með úr keppni. Sá sem vann gullið var Srdjan Mrvaljevic frá Montenegro sá sami og vannSmáþjóðaleikana á Íslandi í júní en þá kepptu þeir Sveinbjörn til úrslita. Logi Haraldsson komst hins vegar í aðra umferð á Junior European Judo Cup í Prag. Logi vann fyrstu viðureign Tékkann Jiri Svoboda á ippon með Osoto-gaeshi. Í annari umferð mætti hann Brasilíumanninum Tiago Pinhosem er í sjöunda sæti heimslistans. Viðureignin stóð aðeins í rúma mínútu og í fyrstu stjórnaði Logi viðureigninni og var betri aðilinn og Tiago fékk shido fyrir aðgerðarleysi og varnarstöðu. Logi reyndi að halda stöðunni og komast í  færi en skyndilega sækir Tiago í standandi armlás sem kom Loga á óvart og heppnaðist lásinn fullkomnlega og varð Logi að gefast upp. Það var engin uppreisnarglíma fyrir Loga og endaði hann því í 13. sæti af 42 keppendum en Tiago hreppti silfrið. Hér má sjá allar viðureignirnar og glímdi Logi á Tatami II. og er fyrsta glíman kl. 1:17 og sú seinni 2:29.