Asian Judo Open 2015 EC PragEC BerlinNæsta sunnudag þann 26. júlí munu þeir Sveinbjörn Iura og Logi Haraldsson keppa í -81. kg flokki á sitthvoru mótinu og í sitthvorri álfunni en Sveinbjörn tekur þátt í Asian Judo Open í Taipei í Taiwan og Logi keppir í Prag á EC Juniora. Í framhaldi af keppninni í Prag fer Logi til Danmerkur og hittir þar fyrir félaga sína þá Egil Blöndal og Gísla Vilborgarson og munu þeir vera í viku æfingabúðum í Gerlev þar sem meðal þjálfara verður Jeon Ki Young frá Kóreu, þrefaldur heimsmeistari og Ólympíu gullverðlauna hafi. Helgina þar á eftir þ.e. 2. ágúst munu þeir Egill (-90kg) og Logi (-81kg) keppa í Berlín á öðru EC juniora móti og verður Gísli þeim til aðstoðar en hann er ekki lengur junior svo hann má ekki keppa.  Líkast til verður hægt að fylgjast með öllum mótunum á Ippon.org og vonandi einnig live en það kemur í ljós næstu daga.