EC BerlinÞeir félagar Logi og Egill hafa lokið keppni í Berlín. Logi tapaði gegn sterkum Þjóðverja á tai-otoshi sem endaði í 9. sæti í -81 kg flokknum en í -90 kg flokknum tapaði Egill gegn Mikhail Igolnikov frá Rússlandi sem stóð að lokum uppi sem öruggur sigurvegari flokkins og kom engum á óvart enda margfaldur Evrópumeistari U18 og silfurhafi á síðasta heimsmeistaramóti U21 árs. Egill fékk hinsvegar uppreisnarviðureign gegn Johannes Pacher en tapaði hann henni eftir hörkuviðureign.