HM2015Sveinbjörn Iura tekur þátt í heimsmeistaramótinu sem fer fram í Astana í Kazakhstan dagana 24 – 30 ágúst. Með honum í för er Yoshihiko Iura faðir hans og þjálfari. Til stóð að Þormóður Jónsson myndi einnig vera á meðal þátttakenda en vegna meiðsla sem hann varð fyrir fyrr í sumar sem hann var ekki búinn að jafna sig á í tíma, þá varð ekki af því. Sveinbjörn keppir á morgun í -81 kg flokknum og hefst keppnin kl. 11 í fyrramálið að staðartíma sem er þá kl. 5 í morgunsárið hjá okkur. Hér má sjá alla þyngdarflokkana en Sveinbjörn mætir Saidchamol Alimardonov frá Tajikistan. Hægt er að að horfa á beina útsendingu og á Sveinbjörn níundu viðureign á velli 2 sem er þá um kl. 5:40.  Hér er keppendaröðin á öllum völlum.