swop 2014Næsta laugardag þ.e. 26. sept. munu sjö keppendur frá Íslandi taka þátt í Opna Sænska í U18 og U21 árs aldursflokkum. Þeir sem keppa í U18  er Ásþór Rúnarsson  og Bjarni Sigfússon í -73kg, Árni Lund -81kg og Grímur Ívarsson -90kg flokki. Grímur  keppir einnig í U21 árs aldursflokknum ásamt Agli Blöndal í -90kg og þeim Loga Haraldssyni í -81 kg og Adrían Ingimundarsyni í +100kg flokki. Í fyrra varð Egill í þriðja sæti og Logi því í því sjöunda. Frekari upplýsingar af mótinu síðar en hér er facebook síðan.