Grand Slam Paris 2015Þormóður Árni Jónsson keppir næsta sunnudag (18. okt) á Grand Slam París sem er sterkasta mót sem haldið er ár hvert ásamt Grand Slam Tokyo. Dregið var í dag og mætir hann Rússanum og jafnaldra sínum Soslan Bostanov.  Hann er núverandi Rússlandsmeistari og margfaldur verðlaunhafi á alþjóðlegum mótum og er sem stendur í 39. sæti heimslistans svo ekki verður þetta auðvelt hjá Þormóði enda reiknar enginn með því. Keppnin hefst kl. 7:00 á okkar tíma (9:00 París) og verður bein útsending frá mótinu.