Á meðfylgjandi vefslóð spurningalisti fyrir lokaverkefni í meistaranámi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin miðar að því að skima fyrir einkennum átröskunar og skoða líkamsímynd á meðal íþróttafólks hérlendis sem æfa og keppa á hæsta keppnisstigi sem í boði er í sinni íþrótt. Þátttakendur eru bæði konur og karlar, 18 ára og eldri og yrðum við afar þakklátar ef íþróttafólk sem stundar Júdó gefur sér tíma til að taka þátt. Það tekur um það bil 15 mínútur að svara spurningalistunum

Spurningalistinn er á eftirfarandi vefslóð: http://www.questionpro.co/t/ALmpiZS68V