Port LouisAfrican Open Port-Louis í Mauritíus verður haldið um helgina þ.e. dagana 7-8. nóv. Á meðal keppenda er Sveinbjörn Iura og mun hann keppa í 81 kg flokknum á sunnudaginn. Sveinbjörn sem fór til Japans að loknum Grand Slam æfingabúðunum í Paris verður þar við æfingar fram í miðjan desember og gerir þaðan út á mót. Fyrir utan keppnina á morgun mun hann einnig keppa á Grand Slam Tokyo í byrjun desember ásamt Þormóði Jónssyni. Búið er að draga og má alveg segjast að drátturinn hefði getað verið hagkvæmari fyrir Sveinbjörn en hann mætir næst stigahæsta keppandanum í flokknum Srdjan Mrvaljevic frá Montenegro en þeir hafa glímt saman nokkrum sinnum áður og meðal annars í úrslitum á Smáþjóðaleikunum hér heima í vor og á Sveinbjörn harma að hefna. Keppnin byrjar kl. 10:00 að morgni í Port-Louis og eru þeir 4 tímum á undan okkur svo við horfum vonandi á beina útsendingu kl. 6:00 að morgni sunnudagsins.